Ökumenn sátu fastir
Björgunarsveitir í Reykjanesbæ, Grindavík og Sandgerði þurftu í nótt að hjálpa fjölda ökumanna sem höfðu fest bíla sína í snjósköflum. Færð fór mjög að spillast eftir miðnættið sökum skafrennings.Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun undir stýri.






