Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ökumenn í ýmsum brotum
Þriðjudagur 19. janúar 2016 kl. 13:45

Ökumenn í ýmsum brotum

- Einn reykspólandi og annar undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af nokkrum ökumönnum af mismunandi ástæðum. Einn þeirra var að reykspóla bifreið sinni með hávaða og reykjarmekki fyrir utan Landsbankann í Njarðvík. Var bifreið hans á milli tveggja annarra bifreiða og voru börn í annarri þeirra. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir að ekki þurfi að fjölyrða um hversu hættulegt slíkt framferði getur verið.

Þá voru höfð afskipti af ökumönnum vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra reyndist hafa neytt amfetamíns, metamfetamíns og kannabisefna. Að auki var hann réttindalaus og bifreiðin sem hann ók ótryggð. Annar viðurkenndi neyslu fíkniefna og var einnig á ótryggðri bifreið. Sá þriðji ók sviptur ökuréttindum og reyndist hafa neytt kannabisefna.

Loks voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 134 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hann greiddi sekt að upphæð 52.500 kr. á staðnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024