Ökumenn í vímuakstri handteknir
Lögreglan á Suðurnesjum hefur handtekið þrjá ökumenn á síðustu dögum þar sem þeir voru grunaðir um fíkniefnaakstur. Karlmaður á þrítugsaldri var stöðvaður í nótt og færður á lögreglustöð. Hann viðurkenndi kannabisneyslu.
Annar ökumaður, heldur yngri, reyndist vera með kannabis og stera í fórum sínum þegar lögregla fór í húsleit á dvalarstað hans. Hann viðurkenndi einnig neyslu fíkniefna. Þriðji ökumaðurinn, karlmaður um tvítugt, viðurkenndi á lögreglustöð að hafa neytt fíkniefna skömmu áður en lögregla stöðvaði akstur hans.