Ökumenn í vímu og á of miklum hraða
Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum tók úr umferð í morgun vegna gruns um fíkniefnaakstur hafði áður verið sviptur ökuréttindum með dómi. Var þetta í fjórða sinn sem lögregla hefur afskipti af honum eftir að viðkomandi missti ökuréttindin.
Annar ökumaður sem ók á tæplega 100 km hraða þar sem hámarkshraði er 50 km var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og viðurkenndi hann neyslu.
Sá þriðji, sem lögregla tók úr umferð í fyrrinótt vegna gruns um fíkniefnaakstur ók jafnframt á rúmlega 100 km hraða þar sem hámarkshraði er 70 km. Hann játaði neyslu fíkniefna.