Ökumenn í vímu handteknir
Einn undir áhrifum kannabisefna, amfetamíns og metamfetamíns.
Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gærkvöld afskipti af ökumanni vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu að hann hafði neytt kannabisefna, amfetamíns og metamfetamíns. Hann var því handtekinn í kjölfarið. Sama máli gegndi um ökumann sem lögregla hafði afskipti af í fyrradag. Hann reyndist hafa neytt kannabis og amfetamíns.
Þá stöðvaði lögregla þrjá ökumenn. Tveir þeirra reyndust vera sviptir ökuréttindum og hinn þriðji, sem stöðvaður var í nótt, var með útrunnin ökuréttindi.
Loks voru fjórir kærðir fyrir að leggja ólöglega, einn til viðbótar var ekki í bílbelti og sá sjötti mældist á 135 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.