Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ökumenn áttu erfitt með að stöðva og leggja
Miðvikudagur 7. mars 2012 kl. 10:00

Ökumenn áttu erfitt með að stöðva og leggja



Tilkynnt var til lögreglu um eigaspjöll í Sandgerðsbæ um liðna helgi en rúður voru brotnar í tveimur íbúarhúsum er standa við Suðurgötu 15 og Víkurbraut 13 þar í bæ. Óskar lögreglan eftir því að þeir sem búa yfir upplýsingum varðandi þessi brot hafi samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800 eða í tölvupósti á netfangið [email protected].

Þess má geta að tólf ökumenn voru kærðir vegna ólöglegrar lagningar í umdæminu nú um helgina. Öll brotin áttu sér stað við íþróttahúsið við Sunnubraut í Reykjanesbæ þrátt fyrir að næg bifreiðastæði hefðu verið laus í nágrenninu. Vill lögreglan brýna fyrir ökumönnum að leggja bifreiðum sínum löglega svo þær valdi ekki truflun fyrir aðra umferð eða skapi hættu.

Einnig voru ökumenn sex bifreiða kærðir vegna stöðvunarskyldubrota og eiga þeir von á sekt að upphæð 15.000 krónum. Þrátt fyrir mjög virkt eftirlit lögreglu var enginn ökumaður kærður vegna ölvunar- eða fíkniefnaaksturs nú um helgina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024