Ökumenn á hraðferð
	
	Sjö ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur um helgina í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Fimm þeirra óku of hratt á Grindavíkurvegi. Sá sem hraðast ók mældist á 123 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Á Reykjanesbraut, þar sem sami hámarkshraði gildir, mældist einn ökumaður á 123 kílómetra hraða og annar ók á 120.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				