Ökumenn á hraðferð
Þrír ökumenn eiga von á sektarviðurlögum eftir að lögreglan í Suðurnesjum stóð þá að hraðakstri í gær. Tveir þeirra voru teknir á Reykjanesbraut, annar á 115 km hraða og hinn á 125 km. Sá þriðju var tekinn á Grindavíkurvegi og mældist á 115 km hraða.
Í gærmorgun var lögreglan með vettvangskönnun þar sem bílar á leið til Keflavíkur voru stöðvaðir til að kanna ástand ökumanna og ökuréttindi. Einn ökumaður var undir áhrifum fíkniefna og tveir höfðu látið hjá líða að endurnýja útrunnin ökuskírteini.