Ökumaður varð undir bifreið sem valt
	Alvarlegt umferðarslys varð á Ósabotnavegi um kvöldmatarleytið í gær þegar bifreið lenti utan vegar og valt. Ökumaðurinn, kona á þrítugsaldri, varð undir bifreiðinni og slasaðist. Tvö ung börn hennar sem einnig voru í bifreiðinni sluppu, að því er virtist, ómeidd.
	
	Það voru tveir vegfarendur sem komu fyrstir að bifreiðinni á hvolfi utan vegar. Þeir lyftu henni upp og komu henni á hjólin.  Eftir að hafa hringt í neyðarlínuna fóru þeir að sinna börnunum og hlú að konunni. Hún var flutt á Landspítala en ekki sögð í lífshættu. Grunur leikur á að hún hafi ekki verið með öryggisbeltið spennt við aksturinn.
	
	
	 


 
	
						 
	
						


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				