Ökumaður torfæruhjóls fluttur á slysadeild
Ökumaður torfæruhjóls slasaðist þegar hann ók inn í hlið bíls á Víkurbraut í Grindavík, um níuleitið í gærkvöldi. Hann féll í götuna og hjólið rann undir bílinn. Engan sakaði í bílnum. Ökumaður bifhjólsins var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landsspítalans þar sem hann dvaldi í nótt. Hann mun ekki vera alvarlega slasaður.