Ökumaður stöðvaður af lögreglu í kjölfar þess að farþegi leysti vind!
Laust eftir miðnætti veittu lögreglumenn á eftirliti athygli bifreið er var ekið frá hafnarsvæðinu áleiðis inn á Víkurbraut í Reykjanesbæ. Farþegi í framsætinu hafði tyllt sér á gluggapóst bifreiðarinnar og baðaði út höndunum meðan bifreiðin var á ferð. Lögreglumennirnir stöðvuðu akstur bifreiðarinnar og fengu þá skýringu að farþegi í aftursæti bifreiðarinnar hefði leyst vind með þeim afleiðingum að farþeginn í framsætinu sá sér ekki fært að vera inni í bifreiðinni á meðan og brá því á þetta ráð til að fá sér ferskt loft.
Farþeginn mun eiga von á sekt fyrir að vera ekki í öryggisbelti.
Farþeginn mun eiga von á sekt fyrir að vera ekki í öryggisbelti.