Ökumaður sem lést ekki í bílbelti
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út skýrslu vega banaslys sem varð á gatnamótum Njarðarbrautar og Tjarnarbrautar þann 21. janúar 2016. Tveir bílar skullu saman í slysinu með þeim afleiðingum að annar ökumaðurinn lést og var hann ekki í bílbelti, hinn ökumaðurinn var réttindalaus þegar slysið átti sér stað en auk þess ók hann of hratt. Morgunblaðið greinir frá þessu.
Slysið varð með þeim hætti að ökumaður bifreiðar tók vinstri beygju í veg fyrir aðra bifreið sem kom á móti.
Rannsókn leiddi í ljós að ökumaðurinn sem lést hafi tekið vinstri beygju og ekki verið í öryggisbelti. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar, sem kom úr gagnstæðri átt var með útrunnið bráðabirgðaökuskírteini, auk þess ók hann talsvert yfir hámarkshraða. Hraðaútreikningur bendir til þess að ökumaðurinn hafi verið á um 75 km hraða þar sem 50 km hámarkshraði er þegar slysið varð.
Einnig kemur fram í skýrslunni að engar mið eða deililínur hafi verið sjáanlegar á vegyfirborði til að afmarka akreinar og rannsóknarnefndin bendir einnig á það að hemlakerfi beggja bílanna hafi verið í bágbornu ástandi.