Ökumaður sektaður um 260 þúsund krónur
- og raðaði inn fleiri brotum á leiðinni á lögreglustöð
Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum mældi á 141 km hraða á Reykjanesbraut í fyrrinótt gaf ekki stefnuljós þegar hann ók milli akreina og virti ekki stöðvunarskyldu þegar hann var á leið á lögreglustöðina, að boði lögreglu. Hann þarf því að greiða samtaks 260 þúsund krónur fyrir hraðakstursbrotið og fleiri brot sem hann varð uppvís að á leiðinni á lögreglustöðina.
Nokkrir ökumenn til viðbótar hafa verið kærðir fyrir hraðakstur á undanförnum dögum.