Ökumaður og farþegi grunaðir um fíkniefnamisferli
Snemma á laugardagsmorgun hafði lögregla afskipti af ökumanni sem var grunaður um ölvun við akstur. Einnig voru ökumaður og farþegi í bifreiðinni grunaðir um fíkniefnamisferli. Við nánari athugun fundust ætluð fíkniefni, lítilræði af kannabisefnum og amfetamíni. Eftir blóðsýna- og skýrslutöku voru þessir aðilar frjálsir ferða sinna.