Ökumaður létts bifhjóls með farþega
Ökumaður létts bifhjóls var stöðvaður af lögreglu í Reykjanesbæ í nótt þar sem hann var með farþega á hjóli sínu. En það er óheimilt á léttu bifhjóli.
Þá var ökumaður stöðvaður á Hafnargötunni í nótt vegna gruns um ölvun við akstur og annar ökumaður stöðvaður í Vogunum fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.
Af vef lögreglunnar á Suðurnesjum.