Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ökumaður í vímu með amfetamín heima
Mánudagur 21. október 2013 kl. 16:10

Ökumaður í vímu með amfetamín heima

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina tvo ökumenn sem báðir óku undir áhrifum fíkniefna. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu að annar þeirra, tæplega þrítug kona, hafði neytt amfetamíns, ópíumefnis og kannabis. Við húsleit sem gerð var heima hjá henni, að fengnum dómsúrskurði, fannst amfetamín í baðherbergisskáp.

Hinn ökumaðurinn, karlmaður á þrítugsaldri, reyndist hafa neytt kannabisefna, amfetamíns og metamfetamíns.

Loks framvísaði karlmaður á þrítugsaldri kannabis á heimili sínu þegar lögregla hafði afskipti af honum.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024