Ökumaður grunaður um ölvun
 Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur á annars rólegri dagvakt hjá Lögreglunni í Keflavík í gær.
Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur á annars rólegri dagvakt hjá Lögreglunni í Keflavík í gær.Einn ökumaður var tekinn fyrir að aka sviptur ökuréttindum í gærkvöldi og tveir voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Annar á Reykjanesbraut og hinn á Njarðarbraut. Sá sem hraðar ók mældist á 79 km. hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km.
Eitt útkall barst vegna heimilisófriðar og ölvunar.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				