Ökumaður framvísaði kannabis
Kona á þrítugsaldri var stöðvuð í gær þar sem hún ók, svipt ökuréttindum, í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Grunsemdir vöknuðu um að konan væri með fíkniefni í vörslum sínum. Það leiddi til þess að húsleit var gerð á heimili hennar og framvísaði hún þar kannabisefnum.
Þá voru höfð afskipti af tveimur ökuþórum sem óku allt of hratt. Annar þeirra mældist á 146 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Hinn mældist á 128 km. hraða, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 70 km. á klukkustund.