Ökumaður fjórhjóls slasaðist á Garðskaga
Um klukkan sjö í gærkvöldi var tilkynnt um umferðarslys við Garðskagavita í Garði. Lögregla og sjúkralið fór á staðinn. Ökumaður á fjórhjóli hafði misst stjórn á hjólinu sínu í landi Ásgarðs þar sem hann ók eftir slóða.
Ökumaðurinn kenndi til í öxl og var fluttur á HSS til aðhlynningar. Eftir skoðun þar var hann fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til frekari skoðunar.
Ökumaðurinn kenndi til í öxl og var fluttur á HSS til aðhlynningar. Eftir skoðun þar var hann fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til frekari skoðunar.