Ökumaður á grænum Subaru gefi sig fram
Um kl. 12:50 í gær varð umferðaróhapp á Reykjanesbraut, nærri mislægju gatnamótunum að Vatnsleysuströnd. Ökumaður Toyota bifreiðar sem ók Reykjanesbraut áleiðis til Reykjavíkur varð fyrir því að missa bifreið sína útaf veginum.
Vegna rannsóknar á þessu máli óskar lögreglan á Suðurnesjum eftir að ökumaður grænnar Subarau bifreiðar sem þarna ók um gefi sig fram við lögreglu.