Ökum varlega á öskudeginum
Öskudagurinn er í dag og því má búast við mikilli umferð barna. Umferðarstofa vill hvetja ökumenn til að hafa þetta í huga og að þeir hafi óskerta athygli, virða hámarkshraða, noti ekki síma á meðan á akstri stendur og að þeir séu ætíð viðbúnir því óvænta.
Foreldrar eru hvattir til að sjá til þess að börnin séu vel sýnileg með tilheyrandi endurskinsmerkjum.