Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ökuleiðir hætta rekstri leigubílastöðvar á Suðurnesjum
Mánudagur 30. janúar 2006 kl. 10:48

Ökuleiðir hætta rekstri leigubílastöðvar á Suðurnesjum

Nú um mánaðarmótin hætta Ökuleiðir rekstri leigubílastöðvar á Suðurnesjum. Við það færist símsvörun yfir á Hreyfil/Bæjarleiðir. Búast má við að einhverjir bílstjórar komi til með að hætta akstri hér á Suðurnesjum. Einhverjir eru að hætta vegna aldurs og ekki er vitað hvert nýjum leyfum verði úthlutað.

Hreyfill/Bæjarleiðir ætla ekki að opna útibú á Suðurnesjum, og ekki er búist við því að bílstjórar hafi aðstöðu í Reykjanesbæ.

Þegar breytingarnar hafa gengið í gegn eru Aðalbílar eina leigubílastöðin á Suðurnesjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024