Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 1. mars 2002 kl. 10:44

Ökufantar stöðvaðir af leynilöggubíl!

Undanfarna daga hefur staðið yfir umferðarátak á Suðurnesjum þar sem lögreglan hefur setið fyrir ökuföntum og þeir verið sektaðir til vinstri og hægri. Meðal annars hefur lögreglan notað ómerkta lögreglubifreið til verksins.Fjölmargir ökumenn, sem ekið hafa yfir leyfilegum hámarkshraða, hafa ekki átt von á því að sjá blá blikkandi ljós frá blárri Subaru skutbifreið, enda flestri vanari hvítum lögreglubílum. Engu að síður hefur borið vel í veiði hjá ómerktu löggunum og þúsundkallarnir streymt í ríkiskassann frá ökuföntum úr umferðinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024