Óku undir áhrifum fíkniefna
Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo ökumenn um helgina, vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Sú reyndist raunin, því sýnatökur staðfestu að annar þeirra hafði neytt kannabis og hinn amfetamíns og metamfetamíns.
Þá voru tveir kærðir fyrir of hraðan akstur. Annar mældist á 123 kílómetra hraða en hinn á 134, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrara á klukkustund. Lögregla fjarlægði einnig skráningarnúmer af þremur bifreiðum, sem allar voru ótryggðar.