Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óku um bæinn og skutu litaboltum í hús
Mánudagur 17. nóvember 2003 kl. 09:26

Óku um bæinn og skutu litaboltum í hús

Hringt var úr Eyjabyggðinni í Keflavík seint á laugardagskvöld til lögreglunnar í Keflavík og tilkynnt að einhverjir aðilar á bifreið hafi verið að skjóta litakúlum úr litaboltabyssu á hús í hverfinu.  Fleiri tilkynningar bárust um ferðir þessa aðila í Keflavík meðal annars á Nónvörðu, Hringbraut og Faxabraut.
Lögregla hafði nokkru síðar afskipti af fimm aðilum í bifreið og voru þeir færðir á lögreglustöð.  Einn aðilinn í bifreiðinni viðurkenndi að vera eigandi byssunnar og annar aðili viðurkenndi að hafa verið að skjóta úr byssunni.  Hald var lagt á byssuna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024