Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Okkur skorti stöðuleika í sumar
Mánudagur 19. september 2011 kl. 17:10

Okkur skorti stöðuleika í sumar

Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Njarðvíkinga í 2. deildinni var frekar sáttur með sumarið en hefði þó að sjálfsögðu viljað ná sæti í 1. deild sem var raunhæfur möguleiki allt fram til loka móts. Svo fór að Njarðvíkingar höfnuðu í 3. sæti eftir 6-4 sigur á grönnum sínum í Reyni Sandgerði.

Gunnar segist kátur með að enda mótið með stæl með því að leggja granna sína í fjörugum leik. „Við vorum kannski búnir að taka út svekkelsið með það að fara ekki upp. Tímabilið hefur að mörgu leyti verið sérkennilegt en um leið skemmtilegt, mikið af mörkum en okkur hefur fyrst og fremst skort stöðuleika í sumar. Maður getur svo alltaf horft til baka og séð einhver stig sem liggja einhversstaðar en svona er boltinn.“

Miklar breytingar fyrir sumarið

Gunnar segir marga góða fótboltamenn vera í liðinu og ljóst að leikmaður eins og Andri Fannar Freysson sem skoraði 16 mörk í sumar verði eftirsóttur af stærri liðum. „Hann er hrikalega góður leikmaður og ekki spurning að hann er í úrvalsdeildarklassa, þetta er strákur sem hefur allt,“ sagði Gunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024