Ökklabrotnaði í frystinum
Karlmaður ökklabrotnaði þar sem hann var við vinnu sína í fiskvinnslufyrirtæki í Sandgerði í gær. Hann var að vinna í frystiklefa og var að príla niður af fiskikarastæðu, þegar honum skrikaði fótur með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.