Ökkla- og nefbrotinn eftir líkamsárás
Karlamaður ökkla- og nefbrotnaði þegar til slagsmála kom fyrir utan skemmtistað í Reykjanesbæ aðfararnótt sunnudags síðastliðinn. Var maðurinn fluttur á brott með sjúkrabifreið og er málið í rannsókn lögreglunnar. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta veitt um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Keflavík. 





