„Okkar maður“ tilnefndur fyrir rannsóknarblaðamennsku
Jóhannes Kr. Kristjánsson, fréttamaður á NFS og fyrrum blaðamaður á Víkurfréttum er tilnefndur til verðlauna fyrir rannsóknarblaðamennsku fyrir árið 2005. Tilnefningin er fyrir „afhjúpandi umfjöllun í fréttaþættinum Kompási um sívaxandi hlut „læknadóps“ á fíkniefnamarkaði“.
Besta umfjöllun ársins 2005
Auðunn Arnórsson, Jóhann Hauksson og Svanborg Sigmarsdóttir, Fréttablaðinu, fyrir upplýsandi og vandaða umfjöllun um ýmsar hliðar stjórnarskrármálsins undir heitinu „Stjórnarskrá Íslands endurskoðuð“.
Sigmar Guðmundsson, Kastljósinu, RÚV, fyrir að fylgja eftir á vandaðan hátt uppljóstrunum um kynferðislegt ofbeldi sem fram komu í bók um Thelmu Ásdísardóttur.
Sunna Ósk Logadóttir, Morgunblaðinu, fyrir ítarlega og greinargóða umfjöllun um rekstur og starfsemi Landspítala – háskólasjúkrahúss í kjölfar sameiningar.
Rannsóknarblaðamennska ársins 2005
Anna G. Ólafsdóttir, Morgunblaðinu, fyrir upplýsandi greinaflokk um fátækt og bresti í íslensku velferðarsamfélagi.
Jóhannes Kr. Kristjánsson, NFS, fyrir afhjúpandi umfjöllun í fréttaþættinum Kompási um sívaxandi hlut „læknadóps“ á fíkniefnamarkaði.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Fréttablaðinu, fyrir úttekt á einkavæðingu ríkisbankanna og umtöluð fréttaskrif um aðkomu áhrifamanna í aðdraganda málaferla gegn forsvarsmönnum Baugs.
Blaðamannaverðlaun Íslands 2005
Davíð Logi Sigurðsson, Morgunblaðinu, fyrir vönduð skrif um Afganistan, alþjóðasamstarf og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna.
Gerður Kristný Guðjónsdóttir blaðamaður fyrir óhefðbundna blaðamennsku og ítarlegar rannsóknir við skrif á sögu Thelmu Ásdísardóttur „Myndin af pabba“.
Jón Björgvinsson, fréttaritari Útvarpsins, fyrir lifandi fréttaflutning af vettvangi heimsviðburða á hamfarasvæðum vítt og breitt um heiminn.
Besta umfjöllun ársins 2005
Auðunn Arnórsson, Jóhann Hauksson og Svanborg Sigmarsdóttir, Fréttablaðinu, fyrir upplýsandi og vandaða umfjöllun um ýmsar hliðar stjórnarskrármálsins undir heitinu „Stjórnarskrá Íslands endurskoðuð“.
Sigmar Guðmundsson, Kastljósinu, RÚV, fyrir að fylgja eftir á vandaðan hátt uppljóstrunum um kynferðislegt ofbeldi sem fram komu í bók um Thelmu Ásdísardóttur.
Sunna Ósk Logadóttir, Morgunblaðinu, fyrir ítarlega og greinargóða umfjöllun um rekstur og starfsemi Landspítala – háskólasjúkrahúss í kjölfar sameiningar.
Rannsóknarblaðamennska ársins 2005
Anna G. Ólafsdóttir, Morgunblaðinu, fyrir upplýsandi greinaflokk um fátækt og bresti í íslensku velferðarsamfélagi.
Jóhannes Kr. Kristjánsson, NFS, fyrir afhjúpandi umfjöllun í fréttaþættinum Kompási um sívaxandi hlut „læknadóps“ á fíkniefnamarkaði.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Fréttablaðinu, fyrir úttekt á einkavæðingu ríkisbankanna og umtöluð fréttaskrif um aðkomu áhrifamanna í aðdraganda málaferla gegn forsvarsmönnum Baugs.
Blaðamannaverðlaun Íslands 2005
Davíð Logi Sigurðsson, Morgunblaðinu, fyrir vönduð skrif um Afganistan, alþjóðasamstarf og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna.
Gerður Kristný Guðjónsdóttir blaðamaður fyrir óhefðbundna blaðamennsku og ítarlegar rannsóknir við skrif á sögu Thelmu Ásdísardóttur „Myndin af pabba“.
Jón Björgvinsson, fréttaritari Útvarpsins, fyrir lifandi fréttaflutning af vettvangi heimsviðburða á hamfarasvæðum vítt og breitt um heiminn.