Okkar fólk á Alþingi í dag
Í dag ætlar starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að storma á Austurvöll við Alþingishúsið og mótmæla niðurskurði til HSS. Innan veggja alþingis eru í dag þrír Suðurnesjamenn að vinna fyrir samfélagið á Suðurnesjum og landsmenn alla.
Þingmennina sjáum við á meðfylgjandi mynd sem tekin var í þinghúsinu nú áðan. Þetta eru þau Ragnheiður Elín Árnadóttir frá Sjálfstæðisflokki, Birgir Þórarinsson Framsóknarflokki og Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu.