ÓKEYPIS KENNSLA Í BLEIKJUELDI
Ókeypis kennsla í bleikjueldiBoðið er upp á þriggja daga kennslu í bleikjueldi, dagana 28.-30. janúar nk. í Keflavík. Kennt verður nýtt kennsluefni Eldisbóndinn, en hann er í vinnslu og þess vegna er námsefni og kennsla frí og greitt er fyrir hótelaðstöðu og fæði. Námskeiðið fer fram á Flughótelinu í Keflavík.Er þetta námsefni gagnlegt fyrir þig og þína menn?Eldisbóndinn er heilstætt kennsluefni í bleikjueldi, hann er ritaður á íslensku og ensku og er ætlað þeim sem hafa áhuga á að fara í bleikjueldi. Eldisbóndinn er notadrjúgur fyrir þá sem eru í fiskeldi og hafa áhuga á bleikju sem eldisfisk/eru að ala bleikju. Eldisbóndinn er uppsláttarrit sem hentar vel fyrir bleikjubóndann, nema og kennara.Eldisbóndinn tekur á öllum helstu atriðum sem bleikjueldismaður þarf að kunna skil á. s.s. hvernig skipuleggja á bleikjueldi með hagnað sem markmið, markaðssetning bleikju, dagleg umönnun eldisfisksins, sjúkdómar, forvarnir og meðhöndlun, slátrun bleikju og margt fleira.Hvernig varð Eldisbóndinn til?Eldisbóndinn er kennsluefni í bleikjueldi, hann er ætlaður sem uppflettirit og kennslubók og er samning hans styrkt af Leonardo da Vinci sjóðnum. Eldisbóndinn er afrakstur af samvinnu nokkurra aðilla. Helstu aðilar sem standa að honum eru Iðntæknistofnun Íslands, Hólaskóli og Þróunarsetur í fiskeldi (The Aquaculture Development Centre) á Írlandi. Að auki standa samstarfsaðilar í Hollandi að útgáfu samskonar rits um álaeldi.Nú býðst fyrsta tækifærið til að nema af þessu kennsluefni. á Flughótelinu í Keflavík verður boðið upp á 3 daga kennslu í bleikjueldi, dagana 28.-30. janúar. Þar verður farið í öll helstu atriði sem tengjast bleikjueldi. -frétt frá MSS