Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 15. desember 2001 kl. 16:06

Ókeypis gisting fyrir fólk í verslunarferðum til Reykjanesbæjar

Verlsunarferðir til Reykjanesbæjar njóta mikilla vinsælda. Hótel Keflavík auglýsti á dögunum 400 gistinætur ókeypis á hótelinu gegn framvísun kvittana úr verslunum í Keflavík um viðskipti upp á tæpar 11.000 kr.Nú um helgina gista samtals um 90 manns á hótelinu sem komu í verslunarferð til Reykjanesbæjar. í Fyrrinótt voru 30 „verslunargestir“ og í nótt eru bókaðir 60 gestir sem þurfa eingöngu að framvísa kvittunum fyrir verslun í Reykjanesbæ í skiptum fyrir gistingu.

Steinþór Jónsson hótelstjóri sagðist mjög ánægður með viðbrögðin við þessu tilboði og sagði gaman að heyra viðbrögð verslunareigenda í bæjarfélaginu. Steinþór sagði fólk vera að framvísa kvittunum fyrir viðskiptum upp á 30-100 þúsund krónur úr verslunum í Keflavík.

Jaðarbyggðir Reykjavíkur hafa auglýst í ljósvakamiðlum undanfarna daga að fólk geti gert jólainnkaupin í rólegra umhverfi en höfuðborginni. Hvergi geta menn þó fengið gistinguna ókeypis nema í Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024