Mánudagur 11. mars 2013 kl. 20:00
Ók yfir garð með bilaðan hljóðkút
Íbúi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum tilkynnti að verið væri að aka bifreið yfir garðinn hjá sér nú á dögunum. Væri um að ræða gamlan bíl með bilaðan hljóðkút. Engar skemmdir reyndust hafa orðið á garðinum þegar að var gætt, en bifreiðin var horfin af vettvangi.