Ók utan vegar og festi bíl sinn í Lambhagatjörn
Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning þess efnis að bifreið sæti föst í Lambhagatjörn. Í ljós kom að ökumaðurinn var búinn að stunda akstur utan vegar við tjörnina. Hann viðurkenndi brot sitt en kvaðst þó ekki hafa vitað að þarna mætti ekki vera á ferð á ökutækjum, þótt við veginn væri skilti sem bannar allan akstur utan vegar.
Þá varð umferðaróhapp í umdæminu þar sem lítilli bifreið var ekið aftan á hópferðabifreið. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar fann til eymsla eftir atvikið og ætlaði sjálfur að leita læknis.