Ók utan í vegrið á Brautinni
Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut í kvöld, gegnt húsnæði Kaffitárs í Reykjanesbæ þar sem ökumaður, sem var einn á ferð, ók utan í steypuklump í vegriði.
Ökumaðurinn meiddist lítið, en kenndi sér meiðsla í baki og var fluttur á HSS til skoðunar.
Nokkuð hefur verið um að ekið sé utan í vegrið á Reykjanesbraut að undanförnu, en aðstæður voru ekki með besta móti í kvöld, rigning og dimmt.
Vf-mynd/Þorgils/Frá vettvangi í kvöld
Ökumaðurinn meiddist lítið, en kenndi sér meiðsla í baki og var fluttur á HSS til skoðunar.
Nokkuð hefur verið um að ekið sé utan í vegrið á Reykjanesbraut að undanförnu, en aðstæður voru ekki með besta móti í kvöld, rigning og dimmt.
Vf-mynd/Þorgils/Frá vettvangi í kvöld