Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók upp á hringtorg og velti bílnum
Þriðjudagur 7. júlí 2020 kl. 11:07

Ók upp á hringtorg og velti bílnum

Óvenju mörg umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á  undanförnum dögum. Ökumaður sem ók inn á  hringtorgið við gatnamót Reykjanesbrautar og Þjóðbrautar hafnaði uppi á því og ók niður umferðarmerki með þeim afleiðingum að  bifreiðin valt á hliðina. Hann slapp án teljandi meiðsla.

Annar ökumaður ók aftan á bifreið á Njarðarbraut. Hann var grunaður um neyslu áfengis og fíkniefna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá þurfti að flytja karlmann á Landspítala í Fossvogi eftir að hann missti mótorhjól sitt úr af Nesvegi. Ekki er vitað um líðan hans.

Nokkur umferðaróhöpp til viðbótar þessum urðu, en engin alvarleg slys á fólki.

Þá hafa nokkrir ökumenn verið kærðir fyrir hraðakstur, einkum á Reykjanesbraut.