Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók upp á hringtorg og hafnaði á ljósastaur
Laugardagur 27. nóvember 2004 kl. 19:45

Ók upp á hringtorg og hafnaði á ljósastaur

Skömmu fyrir hádegi í dag var lögreglunni í Keflavík tilkynnt að bifreið hefði verið ekið á ljósastaur við gatnamót Hafnargötu og Faxabrautar í Reykjanesbæ. Bifreiðin hafnaði uppi á hringtorgi og endaði ferð sína á ljósastaurnum. Ökumaðurinn, sem var vankaður eftir atburðinn, var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til læknisskoðunar. Reyndist hann ómeiddur en bifreiðin var flutt af vettvangi með kranabifreið.

Skömmu síðar var tilkynnt um árekstur milli bifreiða á gatnamótum Hafnargötu og Tjarnargötu í Reykjanesbæ. Slys urðu ekki á fólki.

VF-mynd/ Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024