Ók undir áhrifum fíkniefna
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann sem ók undir áhrifum fíkniefna í morgun kl.08:00.
Á vef dómsmálaráðuneytisins segir að aukin athygli er að akstri undir áhrifum fíkniefna með tilliti til umferðaröryggis. Ljóst er að fjöldi þeirra ökumanna sem aka undir áhrifum fíkniefna hefur aukist og erfiðara er fyrir lögreglu að leiða í ljós hvort ökumaður sé undir áhrifum fíkniefna og lyfja heldur en áfengis.