Ók sviptur og í vímu
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði nýverið för ökumanns og reyndust aðstæður hans og ástand ekki alveg sem skyldi. Í fyrsta lagi var hann verulega ölvaður undir stýri. Í öðru lagi staðfestu sýnatökur á lögreglustöð að hann hefði neytt kannabisefna. Í þriðja lagði hafði hann verið sviptur ökuréttindum.
Þá voru höfð afskipti af öðrum ökumanni, sem játaði að hafa ekið undir áhrifum áfengis og væri að auki réttindalaus. Aftan á bifreiðinni sem hann ók var æfingaakstursmerki. Tekið skal fram að umræddur einstaklingur var hvorki ökunemi né í æfingaakstri.
Loks ók ung kona utan í bíla í Keflavík og skemmdi þá. Hún reyndist vera undir áhrifum áfengis.