Ók sviptur ævilangt
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í fyrradag för ökumanns um þrítugt, sem var á ferðinni þrátt fyrir að hafa verið sviptur ökuréttindum ævilangt með dómi. Annar ökumaður var kærður eftir að hann hafði ekið gegn einstefnu. Hann var ekki með ökuskírteini meðferðis, þegar lögregla bað hann um skilríki.
Þá voru þrír ökumenn kærðir fyrir að leggja bifreiðum sínum ólöglega, einn til viðbótar virti ekki stöðvunarskyldu og enn einn var kærður fyrir að aka á 130 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.