Ók stolinni bifreið og undir áhrifum fíkniefna
Vegna umferðarslyss sem varð á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn þykir lögreglustjóranum á Suðurnesjum rétt að eftirfarandi komi fram:
Ökumaðurinn sem veitt var eftirför ók stolinni bifreið. Hann var jafnframt grunaður um fíkniefnaakstur og leiddu sýnatökur í ljós að sú var raunin. Þá ók hann sviptur ökuréttindum og gerðist einnig sekur um hraðakstur.
Hann sætir nú síbrotagæslu.
Lögreglumennirnir sem eftirförina veittu höfðu dregið verulega úr hraða lögreglubifreiðarinnar áður en slysið varð.