Ók próflaus, ölvuð og með fíkniefni
Tæplega tvítug kona var stöðvuð þar sem hún ók um götur Keflavíkur, því lögreglan á Suðurnesjum taldi ástæðu til að kanna ástand og réttindi hennar.
Hún viðurkenndi að hafa aldrei öðlast ökuréttindi. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu að auki að hún var ölvuð við aksturinn. Loks framvísaði hún fíkniefnum, sem hún var með í jakkavasa sínum, eftir að á stöðina var komið.