Ók niður Stopp-umferðarmerki
Ökumaður ók í gær á Stopp – umferðarmerki í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Lagðist merkið á hliðina við höggið.
Þá urðu þrjú umferðaróhöpp í umdæminu, þar sem í öllum tilvikum var ekið aftan á bifreiðar. Eitt þessara óhappa verð með þeim hætti að bifreið var stöðvuð til að hleypa gangandi vegfaranda yfir gangbraut. Bifreið sem á eftir kom lenti aftan á henni. Var hálku kennt um. Annar ökumaður sem ók aftan á bifreið sagðist hafa blindast af sól.