Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ók langt yfir hámarkshraða í íbúðarhverfi og skapaði hættu
Mánudagur 25. júlí 2016 kl. 15:18

Ók langt yfir hámarkshraða í íbúðarhverfi og skapaði hættu

Tilkynning frá lögreglunni á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp í Innri-Njarðvík í hádeginu þar sem lögregla stöðvaði för ökumanns í íbúðarhverfi með því að aka í veg fyrir bíl hans.

Tilkynningin hljóðar svo:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan á Suðurnesjumveitti ökumanni eftirför skömmu eftir hádegi en tilkynning hafði borist um mann akandi bifreið í annarlegu ástandi. Maðurinn var á leið frá Keflavík í átt að Innri-Njarðvík en þar var för hans stöðvuð með því að aka lögreglubifreið í veg fyrir hann. Maðurinn ók langt yfir hámarkshraða í íbúðarhverfi og skapaðist hætta vegna aksturslags hans. Maðurinn var handtekinn vegna málsins. Vitni að þessu atviki eru vinsamlegast beðin um að setja sig í samband við lögreglu í síma 444-2200.