Ók inn á flugverndarsvæði: Á við geðræn vandamál en ekki ölvaður
Maður sem var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að hann hafði ekið inn á flugverndarsvæði með því að aka í gegnum girðingu flugstöðina var ekki undir áhrifum áfengis eins og vf.is hafði eftir frétt á Vísir.is í morgun. Maðurinn á hins vegar við geðræn vandamál að stríða og er á lyfjum vegna þeirra. Hann er nú í haldi lögreglunnar í Keflavík þar sem hann verður yfirheyrður.
Lögreglan veitti manninum fyrst eftirtekt í morgun þegar hann ók framúr lögreglubíl á Reykjanesbraut á talsverðum hraða. Mestur var hraði bílsins mældur rúmlega 140 km./klst. Við Grindavíkurveg mældist bíllinn á 120 km. hraða en hámarkshraði þar er 50 km. vegna framkvæmda á svæðinu.
Nokkrir bílar lögreglunnar tóku þátt í að reyna að stöðva manninn í morgun. Maðurinn ók öfugt í hringtorg við Rósaselstjarnir og setti stefnuna á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Við flugstöðina ók maðurinn yfir sandhrúgu og í gegnum öryggisgirðingu og inn á flugverndarsvæðið. Bifreiðina stöðvaði hann síðan við landgang nr. 5 þar sem hann hljóp upp stiga á landganginum. Þar var maðurinn handtekinn og fluttur á lögreglustöðina í Keflavík.
Fljótlega var ljóst að maðurinn var sjúkur og var haft samband við aðstandendur sem upplýstu um ástand mannsins. Hann er eins og áður segir í haldi lögreglunnar í Keflavík sem yfirheyrir hann. Maðurinn hefur réttargæslumann.
Lögreglan veitti manninum fyrst eftirtekt í morgun þegar hann ók framúr lögreglubíl á Reykjanesbraut á talsverðum hraða. Mestur var hraði bílsins mældur rúmlega 140 km./klst. Við Grindavíkurveg mældist bíllinn á 120 km. hraða en hámarkshraði þar er 50 km. vegna framkvæmda á svæðinu.
Nokkrir bílar lögreglunnar tóku þátt í að reyna að stöðva manninn í morgun. Maðurinn ók öfugt í hringtorg við Rósaselstjarnir og setti stefnuna á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Við flugstöðina ók maðurinn yfir sandhrúgu og í gegnum öryggisgirðingu og inn á flugverndarsvæðið. Bifreiðina stöðvaði hann síðan við landgang nr. 5 þar sem hann hljóp upp stiga á landganginum. Þar var maðurinn handtekinn og fluttur á lögreglustöðina í Keflavík.
Fljótlega var ljóst að maðurinn var sjúkur og var haft samband við aðstandendur sem upplýstu um ástand mannsins. Hann er eins og áður segir í haldi lögreglunnar í Keflavík sem yfirheyrir hann. Maðurinn hefur réttargæslumann.