Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ók í vímu upp á hringtorg
Laugardagur 17. febrúar 2018 kl. 11:28

Ók í vímu upp á hringtorg

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni vegna gruns um fíkniefnaakstur hafði ekið bifreið sinni upp á hringtorg við Fitjar þegar lögreglumenn komu á vettvang. Ökumaðurinn viðurkenndi neyslu fíkniefna.

Annar ökumaður sem var stöðvaður vegna þess að hann ók án öryggisbeltis vakti einnig grun um að hann æki undir áhrifum fíkniefna þegar lögreglumenn fóru að ræða við hann. Hann var að auki án ökuskírteinis. Hann var færður á lögreglustöð til sýna- og skýrslutöku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar í umferðinni og jafnframt höfð afskipti af allmörgum ökumönnum sem notuðu ekki öryggisbelti eða voru að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað.