Ók í vímu, sviptur ævilangt og með efni
Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum tók úr umferð í vikunni vegna gruns um vímuefnaakstur reyndist vera sviptur ökuréttindum ævilangt. Sýnatökur á lögreglustöð sýndu jákvæða niðurstöðu á neyslu fíkniefna. Þá fundust fíkniefni í bifreiðinni sem var í stakasta ólagi hvað varðaði hjólabúnað og öryggisbelti sem virkuðu ekki. Farþegi í bifreiðinni var með fíkniefni innan klæða sem hann framvísaði við lögreglu.
Annar ökumaður sem tekinn var úr umferð játaði fíkniefnaneyslu og var með fíkniefni í hanskahólfi bifreiðarinnar.