Ók fjórhjóli fram af hengju og slasaðist alvarlega
Ökumaður slasaðist alvarlega eftir að hann ók fjórhjóli fram af hengju og hafnaði ofan í malarnámu. Hann hafði ekið eftir slóða sem lá að námunni í nágrenni við Suðurstrandarveg þegar slysið varð.
Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala. Dráttarbíll var fenginn til að fjarlægja fjórhjólið. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.