Ók aftan á vörubíl og hafnaði utan vegar á Reykjanesbraut
Seinni part dags urðu tveir árekstrar milli bifreiða í umdæmi lögreglunnar í Keflavík. Annar á gatnamótum Faxabrautar og Hafnargötu í Keflavík og hinn á Reykjanesbraut móts við I-Njarðvík.
Þar hafði fólksbifreið verið ekið aftan á vörubifeið og síðan beygt út af veginum og endaði nokkra metra utan við Reykjanesbraut talsvert skemmd og var dregin burtu með kranabifreið.
Engin meiðsl urðu í árekstrunum.
Þar hafði fólksbifreið verið ekið aftan á vörubifeið og síðan beygt út af veginum og endaði nokkra metra utan við Reykjanesbraut talsvert skemmd og var dregin burtu með kranabifreið.
Engin meiðsl urðu í árekstrunum.