Miðvikudagur 26. janúar 2000 kl. 19:13
Ók aftan á steypubíl
Harður árekstur varð á Garðvegi við Helguvíkurveg rétt fyrir kl. 19 í kvöld þegar fólksbifreið var ekið aftan á steypubíl. Enginn slasaðist en fólksbíllinn er mikið skemmdur, ef ekki ónýtur eftir áreksturinn.